Verðlaunaplötur Kraums 2010 tilkynntar

Kraumslistinn – árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs til þeirra verka í íslenskri plötuútgáfu sem þótt hafa framúrskarandi og spennandi á árinu – var kynntur þriðja árið í röð í gær, miðvikudaginn 22. desember, og hljóta eftirtalda plötur hljóta verðlaun:

  • Apparat Organ Quartet – Pólyfónía
  • Daníel Bjarnason – Processions
  • Ég – Lúxus upplifun
  • Jónas Sigurðsson – Allt er eitthvað
  • Nolo – No-Lo-Fi
  • Ólöf Arnalds – Innundir skinni

Þeir titlar sem hljóta plötuverðlaun Kraums hljóta stuðning frá Kraumi í formi plötukaupa og kynningu á verðlaunaplötunum á erlendum vettvangi. Samtals hafa nú 60 hljómplötur verið tilnefndar til verðlaunanna og lent á úrvalslista Kraumslistans og 12 hljómplötur – frá flytjendum á borð við Hjaltalín, Huga Guðmundsson, Ísafold kammersveit, Agent Fresco og FM Belfast – komist á lokalista Kraumslistans árin 2008-2010.

Jónas Sigurðsson og Ritvélar Framtíðarinnar – Allt er eitthvað

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.