• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Kiriyama Family – Sneaky Boots

Nýtt íslenskt band, Kiriyama Family, gaf út sitt fyrsta lag á miðnætti nú um áramótin og því óhætt að segja að hér sé um að ræða fyrsta útgefna íslenska efni á árinu. Lagið heitir “Sneaky Boots” og er einkar hressilegur elektrópopp smellur.

Hljómsveitarmeðlimir eru þeir Jóhann V. Vilbergsson (söngur, gítar, bassi, hljómborð), Karl M. Bjarnarson (söngur, gítar, bassi, hljómborð), Víðir Björnsson (gítar, bassi, hljómborð), Guðmundur Geir Jónsson (gítar, bassi, hljómborð) og Bassmundur Labbason (trommur og slagverk).

Sveitin stefnir á þónokkuð tónleikahald á árinu og vonast til að gefa út plötu með sumrinu.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply