Gerð frægasta myndbands Sigur Rósar

Nýlega birtist á Vísi.is gömul klippa sem upphaflega var tekin fyrir Ísland í dag árið 2001. Hún er af tökustað í Hvalfirði þegar Sigur Rós voru við upptökur á frægu myndbandi sínu við Viðrar vel til loftárása og í henni er rætt við leikstjórana Árna & Kinski, aðalleikara myndbandsins (sem í rauninni mætti telja til hljóðstuttmynda) og hljómsveitarmeðlimi.

Myndbandið þekkja eflaust flestir, en það sýnir fótboltaleik ungra stráka sem á að eiga sér stað í anda gömlu ungmennafélaganna á sjötta áratugnum. Meðlimir Sigur Rósar eru í feluhlutverkum í myndbandinu og endirinn er óvæntur.

Klippuna frá tökustað má sjá hér og svo er ekki úr vegi að rifja upp kynnin við myndbandið sjálft en það má horfa á hér að neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.