We Made God gefur út fyrstu plötu ársins 2011

Fyrsta plata ársins 2011 leit dagsins ljós föstudaginn 7. janúar síðastliðinn. Síðþungarokkssveitin We Made God á heiðurinn að henni og nefnist hún It’s Getting Colder. Platan inniheldur 10 lög og er gefin út af þeim sjálfum hér á landi en nýverið gerðu þeir samning við ítalska útgáfufélagið Avantgarde Music, sem starfar í Rómarborg. Avantgarde Music mun gefa plötuna út á erlendum mörkuðum.

It’s Getting Colder er önnur breiðskífa We Made God en þeir hafa vakið talsverða athygli fyrir frumburð sinn, As We Sleep, sem fékk meðal annars fjórar stjörnur af fimm í Q magazine á sínum tíma. Einnig er tónleikahald þeirra og framkoma, bæði hér heima og erlendis, umtöluð.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.