• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

The Vines á lífi?

Ástralska hljómsveitin The Vines hefur verið í skugganum undanfarin ár en lítið hefur gengið hjá sveitinni eftir útgáfu frumburðarins frábæra, Highly Evolved (2002) og hinnar fínu Winning Days (2004).
Hljómsveitin sendi þó frá sér plöturnar Vision Valley árið 2006 og Melodia árið 2008 en sú síðari hvarf algjörlega inn í næsta húsasund og fékk vægast sagt slaka dóma. Átök innan sveitarinnar hafa sömuleiðis sett strik í reikninginn t.a.m. slagsmál á sviði og annað fjör.

Hljómsveitin sem hefur verið starfandi í tæpan áratug hyggst nú senda frá sér nýja breiðskífu á árinu. Plötuna Future Primitive.
Spurning er hvort sveitin hafi enn eitthvað fram að færa en Future Primitive hefur verið í vinnslu í ansi langan tíma og lengi vel sá hljómsveitin ekki fram á útgáfu.

Rifjum þó upp góðu daga sveitarinnar og vonum það besta!

Leave a Reply