Avenged Sevenfold með nýjan trommara

Það hryllti og hryggði aðáendur rokkhundanna í Avenged Sevenfold seint árið 2009 þegar tilkynnt var um andlát trommara sveitarinnar, James “The Rev” Sullivan. Sullivan, sem var aðeins 28 ára gamall hafði verið viðriðinn sveitina allt frá stofnun hennar árið 1999.
Eftir andlát trommarans fékk sveitin til liðs við sig Dream Theater trommarann, Matt Portnoy en þó til skamms tíma. Portnoy kvaðst of trúr draumaleikhúsinu og kvaddi hann því sveitina seint á síðasta ári og sneri aftur í leikhúsið.

Í dag greindi sveitin frá því að til liðs við sveitina væri genginn trommarinn Arin Illejay en Illejay kemur til rokkaranna úr metalcore sveitinni Confide frá Los Angeles.
Avenged Sevenfold sendi frá sér sína fimmtu plötu, Nightmare, í fyrra og hefur nú boðað komu sína á bæði Rock Am Ring og Rock Am Park í Þýskalandi í sumar. Sveitin er þó helst þekkt fyrir þriðju breiðskífu sína, City of Evil, sem út kom árið 2005.
Þessir tæplega þrítugu drengir eru taldir afar þéttir á sviði og hafa vakið athygli fyrir rokklíferni sitt með öllu tilheyrandi í anda sveita á borð við Guns ´N´Roses og Mötley Crue.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.