Cake setja met

Hljómsveitin Cake hefur nú sett nýtt met í plötusölu í Bandaríkjunum. Metið er af þeim toga að hljómsveitin hefur náð toppsæti með því að selja einungis 44.000 eintök af nýjustu plötu sinni, Showroom of Compassion, fyrstu vikuna í sölu.
Cake, sem þekktust er fyrir lög á borð við Never There, Sheep Go To Heaven og Shirt Skirt/Long Jacket sendi síðast frá sér plötuna Pressure Chief en platan kom út árið 2004 og er þetta því fyrsta plata sveitarinnar í ein 7 ár. Sveitin átti smellinn No Phone af þeirri plötu en hefur eftir það legið í skugganum, þó hér og þar hafi ábreiða eftir sveitina litið dagsins ljós.

Ekki eru þetta góð tíðindi fyrir plötusölu í heiminum í dag en Cake mega þó sáttir sitja þó þeir maki vart krókinn. Sem dæmi má nefna að fyrir aðeins áratug seldist plata smjörsteiktu apanna í NSYNC, No Strings Attached, í 2,41 milljón eintaka í sinni fyrstu viku í Bandaríkjunum. Það er smotterís munur.

One response to “Cake setja met”

  1. […] Tónlistarsíðan Rjóminn birti svo daginn eftir færslu þess efnis að bandaríska rokksveitin Cake hafi sett met með því að eiga söluhæstu plötu vikunnar, en eintakafjöldi var í sögulegu lágmarki fyrir slíkt toppsæti. http://rjominn.is/2011/01/20/cake-setja-met/ […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.