Low gefa út í apríl

Íslandsvinirnir í hljómsveitinni Low hafa nú tilkynnt um útgáfu fyrstu plötu sinnar í þrjú ár þann 12.apríl nk.
Low sendi frá sér plötuna Drums And Guns árið 2007 en nýja platan hefur hlotið nafnið C´mon og mun innihalda 10 fersk lög frá sveitinni. Lögin eru sögð ögn frábrugðnari eldra efni frá sveitinni en Low eru einna helst þekkt fyrir lágstemmda og yfirvegaða stemmingu í sinni tónlist.

C´mon verður níunda plata Low en sveitin var stofnuð af þeim Alan Sparhawk, John Nichols og eiginkonu þess fyrrnefnda, Mimi Parker, árið 1993 í Minnesota í Bandaríkjunum. Hljómsveitin stökk þó ekki fram í sviðsljósið/meginstrauminn almennilega fyrr en eftir aldamót með plötu sinni The Great Destroyer undir merkjum Sub Pop útgáfunnar. Sveitin á einnig ófá aðdáendur hér á landi sem smella jólaplötu sveitarinnar frá árinu 1999, Christmas, á fóninn hver jól.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.