Pearl Jam heimildarmynd í vinnslu

Gruggrokkararnir í Pearl Jam hafa nú tekið höndum saman við leikstjórann alkunna Cameron Crowe. Tilefnið er heimildarmynd um sveitina en hljómsveitin hefur unnið við myndina, ásamt Crowe, allt frá árinu 2009.
Pearl Jam Twenty (eins og myndin kallast) kemur út á árinu, greinir frá þeim 20 árum sem liðin eru frá útgáfu einnar bestu gruggplötu allra tíma, Ten og er byggð á myndbrotum frá þessum tveimur áratugum, viðtölum við meðlimi sveitarinnar, lifandi upptökum og ýmislegu góðgæti.

Cameron Crowe ættu flestir að þekkja sem leikstjóra kvikmyndarinnar Almost Famous frá árinu 2000 en kappinn hefur verið iðinn við leikstjórn um þónokkurt skeið og skyggndist hann ögn inn í Seattle-senuna árið 1992 með kvikmyndinni Singles. Myndin státaði t.a.m. af gestahlutverkum Chris Cornell og Alice in Chains (svo eitthvað sé nefnt).
Nýjasta útgefna samstarfsverkefni þeirra Pearl Jam og Crowe er þó myndband við lagið The Fixer af plötu sveitarinnar, Backspacer, frá árinu 2009.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.