• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Spjallað við Dënver

Maður er sí og æ að rekast á góða tónlist á þessu undarlega fyrirbæri, internetinu, en það vill brenna við að maður sé búinn að gleyma nýja uppáhaldsbandinu sínu jafnharðan. Sú varð ekki raunin þegar ég kynntist hljómsveitinni Dënver núna nýverið, og tveimur vikum síðar er það enn mitt fyrsta verk í vinnunni að kveikja á tónlistinni þeirra. Það kallast nú ágætt á þessum seinustu og verstu tímum að hlusta daglega á sömu sveitina í tvær vikur.

Það eru skötuhjúin Milton Mahan og Mariana Montenegro sem skipa þennan dúett og þau eru frá Chile af öllum stöðum. Rjóminn hitti sveitina yfir kaffibolla í vikunni og rakti úr þeim garnirnar.

Þau Milton og Mariana hittust fyrst árið 2005 í gagnfræðaskóla í bænum San Felipe sem er um 150 km. norður af Santiago, höfuðborg Chile. Þau hófu að gera tónlist saman vopnuð kassagítar og hljómborði, og tóku upp fyrstu EP plötuna sína, Solenoide, á fjögurra rása upptökutæki heima hjá sér. Þau fluttu síðar til höfuðborgarinnar í leit að frægð og frama, gáfu út breiðskífuna Totoral árið 2008 og í fyrra kom út önnur breiðskífan; Música, Gramática, Gimnasia. Mér lék forvitni á að vita hvernig sveitin hefði þróast á þessu tímabili…

“Between the first EP and our last work we could evolve in production features, from home-made 4 track recordings to a studio with session musicians playing our arrangements. It also has an impact on our live show, we used to play in a duo format, but now we have a band consisting of two guitars, bass, drums, synth and sometimes, in some big gigs, a brass section.”

Myndbönd sveitarinnar hafa vakið talsverða athygli, sér í lagi “Lo que quieras” og “Los Adolescentes“. Í því fyrra sést grunsamlegt par á ferðalagi, veifandi riffli og akandi um á ljómandi fallegum bíl (finnst mér). Það kemur von bráðar í ljós að þau eru með illa fenginn, meðvitundarlausan og blóðugan farangur í skottinu og svo æsast leikar og enda með ósköpum. Skemmtileg uppbygging í myndbandinu helst í hendur við uppbyggingu lagsins. Í “Los Adolescentes” ber eitthvað á nekt og káfi, sem við Íslendingar tökum svo sem ekki nærri okkur, en það er hæpið að MTV spili þetta óklippt. Hérna er blóðuga myndbandið:

“… our songs are about the things that happen around us, especially in San Felipe. We try to work on that imagery, but without falling into caricature or cliché, which is very common around here. We prefer to approach a more marginal world, in a expressive way.

The video for the song “Lo que quieras” (Whatever you want) tries to bring this idea to images. It is about boys who pack their stuff and go to do what they want. A lot of things in the lyrics are very extreme, so it made a lot of sense to me and Bernardo Quesney, who directed the video, to do this kind of road movie. We needed some kind of epic end because the song starts to grow musically, so the images also had to grow.”

Tvær og hálfa mínútu inn í lagið fara strengjahljóðfæri á mikið flug, og mér þótti laglínan kunnugleg en kom henni ekki fyrir mig. Milton og Mariana játa upp á sig sökina…

“The string section is a quote from a part of the John Williams’ melody for Jurassic Park. It is not a sample, it was actually played by a string octect. For us, the theme of the film makes a lot of sense with the theme of the song, and also fitted perfectly.”

Þau segjast undir áhrifum frá ABBA, Carly Simon, Magnetic Fields, Neu!, Yo La Tengo, Rosario Bléfari og Parade. En hvað er að gerast spennandi í Chileskri tónlistarsenu?

“The Chilean scene has grown a lot in the last years. During 2010 a lot of high quality albums were released, the best of all is of course “Mena” by Javiera Mena, but here are some other great musicians like Gepe, Fakuta, Maifersoni, Protistas or Felipe Cadenasso among others.”

Kíkjum að lokum á seinna myndbandið við dónalega lagiðLos Adolescentes“. Ég spái því að þetta band fari langt, og sé þess virði að hafa auga með. Sérstaklega ef margir skrifa álíka lofrullu og þessa, sem virðist reyndar vera tilfellið.

Dënver á Fésbókinni