• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Wanda Jackson og Jack White

Drottning rokkabillýsins, hin 73 ára gamla Wanda Jackson, er í miklum ham þessa dagana, enda var hún að gefa út sína 34. breiðskífu.  Platan nefnist The Party Ain’t Over og heldur hinn ofvirki Jack White um stjórntaumana; spilar á gítar, stjórnar upptökum og gefur út á eigin útgáfu, Third Man Records. Fyrsti singúllinn er blússlagarinn “Thunder on the Mountain” eftir Bob Dylan (lagið er reyndar byggt að stórum hluta á lagi eftir Memphis Minnie).

Það er að sjálfsögðu gott framtak hjá Jack White að kynna hina klassísku tónlist Wöndu fyrir nýrri kynslóð, en persónulega finnst mér útkoman frekar slöpp (a.m.k. ekkert í líkingu við snilldina sem hann gerði með kántrýgoðsögninni Loretta Lynn).

1 Athugasemd

  1. valþór · 23/01/2011

    þetta performans er samt ansi skemmtilegt
    http://www.youtube.com/watch?v=GzDfYidKU5c

Leave a Reply