• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Heiða á afmæli og Hellvar með nýtt lag

  • Birt: 25/01/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Í dag, þriðjudaginn 25. janúar, heldur Ragnheiður Eiríksdóttir upp á fertugsafmælið sitt. Flestir þekkja hana betur sem Heiðu sem er tónlistarmaður, heimspekingur, móðir, rokkari, grallari, trúbador, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar Hellvar. Og auðvitað var hún líka í Unun og spilaði á Wembley Arena fyrir fimmtán árum síðan á 25 ára afmælisdeginum sínum – geri aðrir betur!

Í dag verða engir stórtónleikar en hlustendum Rásar 2 gafst kostur á að heyra í afmælisbarninu ásamt hljómsveitinni Hellvar um klukkan 10:00 í morgun. Þar flutti Hellvar nokkur lög ásamt því að frumflytja splunkunýtt lag, “Ding an Sich”, af nýrri plötu sveitarinnar Stop That Noise sem er væntanleg í mars og kemur út hjá Kimi Records. “Ding an Sich” er sannkallaður óður til rokktónlistarinnar og þýðir einfaldlega „Hluturinn í sjálfum sér“. Stop That Noise var tekin upp í desember síðastliðnum og það var Aron Arnarsson sem sá um upptökur og hljóðvinnslu.

Næstkomandi föstudagskvöld, þann 28. janúar, heldur hljómsveitin Hellvar afmælistónleika á skemmtistaðnum Bakkus og hefjast þeir stundvíslega klukkan níu. Allir eru velkomnir sér að kostnaðarlausu.

Hellvar – Ding an Sich

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply