Agent Fresco með nýtt myndband

Nýlega sendi íslenska hljómsveitin Agent Fresco frá sér myndband við lag sitt In The Dirtiest Deep of Hope af plötunni A Long Time Listening. Upptakan sýnir sveitina í hljóðverinu Sundlaugin og státar meðal annars af útskýringum söngvara sveitarinnar, Arnórs Dan, á tilkomu lagsins á plötuna. Myndbandinu er leikstýrt af Bowen Staines í gegnum fyrirtækið Don´t Panic en Bowen sá meðal annars um upptökur og leikstjórn á nýlegum myndböndum Rökkurró og Bróðir Svartúlfs. Flestir ættu einnig að kannast við verk hans, Where´s The Snow, þar sem Iceland Airwaves hátíðin 2009 er kynnt og ígrunduð.

Myndband Agent Fresco gefur aðdáendum góða innsýn í upptökuferli A Long Time Listening og hendir einnig fram viðkvæmri og hugljúfri hlið á bandinu í þeirra eigin vídd. Njótið!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.