• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Groundfloor

Groundfloor er afar áhugaverð íslenskt sveit sem stofnuð var af Ólafi Tómas Guðbjartssyni gítarleikara og söngvara og Haraldi Guðmundssyni kontrabassaleikara árið 2003. Lengi vel spiluðu þeir félagar eingöngu tveir saman áður en ákveðið var að stækka bandið. Fyrsta plata Groundfloor, Bones, var tekin upp í Gróðurhúsinu 2005 en kom ekki út fyrr en þremur árum seinna og hætti sveitin fljótlega eftir það. Haraldur flutti til Austurríkis og Ólafur til Danmerkur og þótti því skiljanlega erfitt að halda bandinu gangandi. Plötunni var þó komið í sölu og fór hún mjög vel af stað og tóku evrópubúar efninu okkar sérstaklega vel. Skipulagði sveitin nokkra tónleika í Austurríki og hélt svo tónleika með nýju bandi á Ítalíu 2009. Næsta vetur flutti Ólafur svo til Salzburg til að vinna að nýju efni.

Groundfloor – Bound to your head

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýja platan ..this is what´s left of it inniheldur 9 lög sem að sögn Haraldar “eiga að tákna það eina sem eftir stendur eftir hið gríðarlega fjárhagslega niðurbrot og náttúruhamfarir sem gengið hafa yfir íslenskt samfélag og fjölmiðlar erlendis hafa fylgst mjög náið með“. Í Austurríki hóf sveitin samvinnu við litla plötubúð sem áður hafði séð um dreifingu á fyrstu plötu hennar í Austurríki og er nú fyrsta upplag þeirrar nýju uppselt. ..this is what´s left of it var tekin upp í Salzburg 2009 – 2010 en Sigurdór Guðmundsson sá um hljóðblöndun. Umslagið fékk einnig íslenskt handbragð en það var hannað af Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttir.

Haraldur segir að þar sem Austurríki hafi tekið Groundfloor vel hafi sveitin ákveðið að einblína á miðevrópumarkað, þ.e.a.s. Austurriki, Þýskaland og Ítalíu, til að byrja með og hefja árið á stuttum túr um Austurríki með þrennum tónleikum í lok janúar og í byrjun febrúar. Stefnan er síðan sett á lengri tónleikaferð næsta haust.

Auk Ólafs og Haraldar skipa Groundfloor þau Þorvaldur Þorvaldsson óperusöngvari á trommur, Harpa Þorvaldsdóttir óperusöngkona á píanó og söng og Julia Czerniawska á fiðlu, en öll eru þau (eða voru) nemendur við tónlistarháskólann Mozarteum í Salzburg.

Svo er bara að bíða og vona að við samlandar þeirra fáum að sjá sveitina stíga á stokk hér heima í allra næstu framtíð.

Groundfloor – Rapture

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply