Öll svörin: Óli Palli

Ólafur Páll Gunnarsson, keisari Rokklands á Rás 2, fjallabróðir og söngvari blússveitarinnar Magnús, hristi öll svörin fram úr erminni. Sjáum hvað hann segir.

Besta lag í heimi er… “Rockin in the freeworld” með Neil Young.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Besta plata í heimi er… Joshue Tree með U2.

Af hverju eru ekki allir að hlusta á… Ólöfu Arnalds.

Öll börn ættu að sofna við að hlusta á… Neil Young.

Allir ættu að hlusta að minnsta kosti einu sinni á… Bat out of hell með Meatloaf.

Bestu tónleikar sem ég hef séð voru… Led Zeppelin í London 2007.

Þeir tónleikar sem ég sá ekki en vildi hafa séð… Led Zeppelin í Laugardalshöll.

Platan sem mótaði unglingsárin mín er… Geislavirkir með Utangarðsmönnum.

Þegar ég geng í kringum Tjörnina á elliárunum vil ég hlusta á… endurnar og þyt í laufi.

Ég er það sem ég er vegna þess að ég hlustaði á… Utangarðsmenn, Clash og Sex Pistols.

Ég vildi að ég hefði samið… “Tvær stjörnur”.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sá texti sem hrærir mest í hjarta mínu er… “Beautiful boy” eftir John Lennon.

Besta bömmerlag í heimi er… “Love will tear us apart” með Joy Division.

Í eigin hugarheimi gangandi um öngstræti lífsins hlusta ég helst á… Richard Hawley.

Þegar ryksugutónarnir óma finnst mér að undir eigi að hljóma… U2.

Ég var ástfangnastur unglingur þegar ég hlustaði á… Bob Marley.

Í sturtunni er best að syngja… Dean Martin.

Ég myndi helst vilja spila í bandi með (lífs eða liðnir)… Crazy Horse.

Vanmetnasta hljómsveit í heimi er… U2.

Ofmetnasta hljómsveit í heimi er… Radiohead.

Þú ættir að hlusta á… allt ofantalið!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.