• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Corey Taylor í Velvet Revolver

Nýlega fóru að heyrast orðrómar um að súpergrúppan Velvet Revolver hefðu ráðið til sín nýjan söngvara. Hinir ýmsu menn á borð við Myles Kennedy (Alter Bridge, Slash) og Sebastian Bach (Skid Row) báru á góma en nú hafa þeir Slash, Duff McKagan, Matt Sorum og Dave Kushner loks gefið það út að Corey Taylor úr Slipknot og Stone Sour fái það hlutverk að leggja barka sinn við bandið.

Velvet Revolver spruttu fram á sjónarsviðið árið 2004 með plötunni Contraband og endurtóku rokkhundalætin með plötunni Libertad árið 2007. Scott Weiland úr Stone Temple Pilots sá þá um barkasirkusinn en hljómsveitin ákvað að henda söngvaranum á dyr stuttu síðar en söngvarinn á langa og erfiða sögu tengda fíkniefnum og virðist ekki geta hamið sig í þeim efnum. Stone Temple Pilots ákváðu þá að henda frá sér breiðskífu en lítið hefur spurst til sveitarinnar í þónokkurn tíma.

Corey Taylor kemur sem fersk sprauta inn í Velvet Revolver en söngvarinn hefur ekki haft úr miklu að moða með hljómsveit sinni Slipknot undanfarin misseri en hefur þó verið duglegur með hliðarverkefninu Stone Sour. Spennandi verður að heyra og sjá þennan feikigóða rokksöngvara á meðal Guns N Roses mannanna en hljómsveitin hefur tilkynnt um útgáfu á árinu.

Gott combo??

Leave a Reply