• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Fleet Foxes snúa aftur

Þá er komið að því. Fleet Foxes sendu í gær frá sér fréttatilkynningu þess efnis að þeirra önnur breiðskífa komi út þann 2.maí nk. Fleet Foxes hafa unnið að nýju efni frá árinu 2009 en sveitin ákvað að henda því efni sem komið var og hefja upptökur á nýjan leik snemma árs árið 2010. Eins og flestum er kunnugt sendi sveitin frá sér frábæran, samnefndan frumburð árið 2008 og fékk platan feikigóða dóma. Phil Ek, sem hefur aðstoðað sveitina í flestum verkum sínum, snýr aftur við hlið sveitarinnar í hljóðverinu og hefur platan fengið nafnið Helplessness Blues.

Þessar fregnir eru sannarlega gleðilegar enda aðdáendahópur sveitarinnar gríðarlegur víða um heim. Fleet Foxes sendu frá sér lagið Helplessness Blues ásamt coveri plötunnar samhliða fréttatilkynningunni en lagið fetar örlítið inn á ný mið og virkar poppaðara, ferskt og eykur spennu fyrir væntanlegri plötu. Hljómsveitin hefur verið dugleg að halda aðdáendum sínum við efnið á Facebook síðu sinni en forsprakki sveitarinnar, hinn ungi Robin Pecknold, hefur verið iðinn við færslur þar undanfarin misseri.  Loksins, loksins eftir tveggja ára bið eru ekki nema 3 mánuðir í Helplessness Blues!

Fleet Foxes – Helplessness Blues

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

1 Athugasemd

  1. Fleet Foxes frumflytja fleira | Rjóminn · 29/03/2011

    […] lög hafa nú þegar heyrst af plötunni, þ.e. titillagið „Helplessness Blues“ og „Battery Kinzie“. Nú er svo þriðja lagið lent á netinu en það nefnist […]

Leave a Reply