The Memorials

Undratrymbillinn Thomas Pridgen yfirgaf herbúðir hinnar ótrúlegu sveitar The Mars Volta í október 2009 og sneri sér strax að nýju verkefni. Hljómsveitinni The Memorials.

Pridgen fékk til sín félaga úr Berklee College of Music þau Viveca Hawkins (söngur) og Nick Brewer (gítar) og hóf vinnu að fyrstu plötu sveitarinnar, samnefndri sveitinni, sem kom út þann 18.janúar sl.
Hljómsveitin leikur þungarokk með Pridgen í frammi en truflaður trommuleikur Pridgen vakti fyrst athygli þegar Pridgen var aðeins 9 ára gamall þegar hann gerði sér lítið fyrir og vann trommukeppni Guitar Center.

Kynnið ykkur þetta band sem fer ekki leynt með lífernið og virkar áhugavert með nóg af sál og þunga. Hér að neðan má sjá kynningarmyndband um hljómsveitina og tilkomu hennar ásamt nýjasta tónlistarmyndbandi sveitarinnar við lagið We Go To War.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.