Gavin Bryars – Jesus’ Blood Never Failed Me Yet

Ég rakst á þetta myndband á YouTube algerlega fyrir tilviljun og áttaði mig á því að ég var búinn að gleyma hversu ægilega sterkt og áhrifamikið þetta verk Gavin Bryars er. Ég má til með að deila þessu með ykkur og þá ekki síst vegna þess að það eru eflaus margir lesendur sem ekki kannast við þetta merka lag og söguna á bakvið það.

“Jesus’ Blood Never Failed Me Yet” var upphaflega samið af Gavin Bryars árið 1971 fyrir heimildamynd nokkra þar sem fjallað er um líf heimilislausra í London. Lagið byggir á síendurteknum hljóðbút af ónefndum umrenning syngjandi lagstúf nokkurn en við hann bætist svo strengjasveit sem spilar sig stigmagnandi inn í lagið. Útkoman er allt í senn mjög áhrifarík og ljúfsár, þung og erfið en fyllir hlustandan einnig af æðruleysi og von. Þetta er án efa eitt sterkasta tónverk eða lag sem undirritaður hefur heyrt.

Til eru margar og mis langar útgáfur af verkinu en sú sem hér hljómar hér að ofan var tekin upp 1993 og er það að sjálfsögðu enginn annar en Tom Waits sem þarna syngur með umrenningnum óþekkta.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.