Meira af Mugison

Meistari Mugsion stóð við stóru orðin, en í viðtali við Rjómann nýverið lofaði hann brakandi fersku og glænýju lagi á næstu vikum. Smíðin er nú komið á heimasíðu vestfirðingsins sérvitra og má hala því niður án endurgjalds. Við fyrstu hlustun lofar lagið bara skrambi góðu: textinn ortur á hinu ylhlýra, gítarglamrið vel köntrískotið og svei mér þá ef mirstrumentið kíkir ekki í smávegis heimsókn. Lagið nefnir hann “Haglél”, og þú lesandi kær, getur sótt það á þessari slóð ef þú lofar Muga að hann megi senda þér póst annaðslagið. Það verður virkilega spennandi að heyra framhaldið.

Mugison – Haglél

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.