The White Stripes hætta

Hinn gríðarlega magnaði systkina og/eða hjónadúett The White Stripes hefur opinberlega lagt upp laupana.  Í gær birtu þau Jack og Meg White tilkynningu á heimasíðu sinni þess efnis að ekki kæmu út fleiri nýjar plötur frá sveitinni, né kæmi hún fram á tónleikum aftur. Ástæðurnar eru ekki ljósar, en samkvæmt fréttatilkynningunni er það ekki vegna listræns ágreinings, skorts á vilja til að halda áfram né heilsubrests sem þau hætta, heldur einfaldlega til að halda í það fallega sem bandið hefur gert. Barnæskan hefur verið gegnumgangandi þema hljómsveitarinnar í gegnum tíðina, og því kannski skiljanlegt að hún hafi hætt um leið og komið var inn á táningsaldurinn.

The White Stripes – I fought Piranhas [af The White Stripes]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The White Stripes – Hello Operator [af De Stijl]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The White Stripes var stofnuð í Detroit í Michigan-fylki Bandaríkjanna árið 1997 og því komin á fjórtánda árið. Upprunalega spilaði sveitin pönkað blúsrokk, einfaldar trommur Meg slógu taktinn undir skrækri rödd og skítugum gítar Jacks. Fyrstu tvær plöturnar voru frábærar í öllum sínum hráleika, en sveitin slóg fyrst í gegn með þriðju plötu sinni White Blood Cells, en þá var hljómurinn orðinn poppaðri og slípaðri, og í stað gamallra delta-blúskóvera kom hættulega grípandi gítarrokk. The White Stripes voru strax sett í flokk með öðrum bandarískum rokkböndum sem komu fram á svipuðum tíma, böndum sem litu aftur í tímann eftir áhrifavöldum, voru retro í bæði hljóm og útliti og hétu allar The [eitthvað].

The White Stripes – Hotel Yorba [af White Blood Cells]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

White Stripes slitu sig þó fljótt úr þeirri skilgreiningu, á meistaraverkinu Elephant gerðu þau ýmsar tilraunir með hljóminn, og sömdu í leiðinni mest grípandi melódíu hins nýja árþúsundar í laginu “Seven Nation Army”. Hljómsveitin varð æ skrýtnari, Jack White undarlegri í háttum, en á sama tíma mikilvirkari. Hann kastaði út sífellt fleiri plötum með hinum fjölmörgu aukaverkefnum sínum, og var í rauninni orðið ljós fyrir þónokkru að White Stripes væri ekki lengur aðal.

Hljómsveitin gaf út 6 breiðskífur á ferlinum, þá síðustu Icky Thump árið 2007. Það er óhætt að segja að meistaraverkin White Blood Cells (2001), Elephant (2003) munu lifa góðu lífi þangað til að dúettinn tekur kombakk eftir ca. 30 ár.

The White Stripes – Bone Broke [af Icky Thump]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The White Stripes – Little Ghost [af Get Behind Me Satan]

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The White Stripes – Black Math [af Elephant]

2 responses to “The White Stripes hætta”

  1. Guðmundur Vestmann says:

    Fín minningargrein!

    Dæmið leit samt svona út, ef ég man rétt:
    THE + [EITTHVAÐ] + S .. ?

  2. valthor says:

    sorgardagur – get ekki beðið eftir kommbakkinu

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.