• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Beatmakin Troopa & Epic Rain í samstarf

Plötufyrirtækið íslenska 3angle Productions stefna nú að útgáfu enn einnar breiðskífunnar. Skífan er frumraun tíeykisins Beatmakin Troopa og Epic Rain en báðir aðilar hafa unnið náið með hvor öðrum í gegnum tíðina við tónleikahald af ýmsu tagi ásamt því að semja saman músík.

Pan Thorarensen (Beatmakin Troopa) segir að platan sé að mestu tekin upp live og stefnan sé góður kokteill af hip-hop, blues, country og folk svo eitthvað sé nefnt.  Pan hefur staðið að útgáfu ýmissa platna á sviði hip-hop og elektróníska geirans undanfarin ár og hefur, ásamt félögum sínum, staðið að svökölluðum Extreme Chill kvöldum á Kaffibarnum undanfarin misseri við góðar undirtektir.

Plata þeirra Beatmakin Troopa og Epic Rain hefur hlotið titilinn Campfire Rumours og kemur út rafrænt á vefsíðunum gogoyoko.com og Bandcamp.com þann 8.febrúar nk. og eru tónleikar með tvíeykinu í bígerð. Á plötunni ber fyrir hina ýmsu gesti.

3 Athugasemdir

 1. Guðmundur Vestmann · 04/02/2011

  Ég held að ég fari með rétt mál hér að þetta sé alls ekki fyrsta útgáfa Triangle Productions. Áður hefur labellinn gefið út Stereo Hypnosis, Audio Improvement, Inferno 5 auk sólóplatna þeirra Rain og Beatmakin.

 2. Guðmundur Vestmann · 04/02/2011

  p.s. Íslenskir hipphopparar eru ansi iðnir við myndbandagerð þessa dagana. Kannski að bræður þeirra í rokkinu ættu að taka sér þá til fyrirmyndar?

 3. Daníel Hjálmtýsson · 04/02/2011

  Rétt hjá þér Gummi. Vitleysa í mér og skömm, haha. Ex-squeeze me

Leave a Reply