Death From Above kemur aftur saman

Rjóminn greindi frá því nýverið að kanadíska subbu-rokksveitin Death From Above 1979 hefði tekið sig saman í andlitinu og ætlar að leika á eitt gigg á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníu. En það er ekki allt og sumt, því í dag tilkynnti bandið endurkomu sína í tónlistarheiminn á heimusíðu sinni. Í tilkynningunni kemur fram að 11 ár séu síðan bandið kom saman fyrst og 5 ár liðin síðan bandið lék síðast á tónleikum. Nú sé hinsvegar kominn tími til að hefja byltingu og spila þungt rokk, eins og þeir orða það. Ekkert kemur þó fram um hvort bandið sé með plötu í bígerð, en maður leyfir sér að vona það enda var fyrsta og eina breiðskífa bandsins, You’re a Woman, I’m a Machine, mikil snilld. Spurning hvað James Murphy hjá DFA segir við þessu?

Death From Above 1979 – Going Steady, Romantic Lights (Live)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.