• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Tónleikahelgi hjá Ælu

Suðurnesjapönkararnir í Ælu stefna nú ótrauðir að úgáfu sinnar annarrar breiðskífu en sveitin hefur unnið að plötunni um þónokkurt skeið.
Æla sendi frá sér frumburðinn Sýnið tillitsemi, ég er frávik árið 2006 og hefur allar götur síðan verið að þróa hljóminn og vinna að nýju efni.
Nú um helgina ætlar Æla að taka höndum saman með nokkrum félögum og halda tónleika í bæði Keflavík og Reykjavík.
Fyrri tónleikarnir fara fram á Paddy´s í Keflavík í kvöld (4.febrúar) en ásamt Ælu kemur sveitin Saytan fram. Hefjast tónleikar á slaginu 22.00 og kostar litlar 1000 krónur inn.
Annað kvöld er svo komið að Faktorý við Smiðjustíginn í Reykjavík en þar ætlar Sin Fang að skemmta ásamt Ælu. Þar hefjast herlegheitin klukkan 23.00 og kostar sömuleiðis 1000 krónur inn.

Allur ágóði af tónleikunum rennur til upptöku – og útgáfusjóðs Ælu og er tími til komin að þessi sérstaka sveit með hressa nafninu sendi frá sér nýtt efni.
Rjóminn hvetur alla á Suðurnesjum, í Reykjavík og annarsstaðar á landanum að líta björtum augum til Ælu-framtíðar.

Æla henti einnig frumburðinn Sýnið tillitsemi, ég er frávik, inn á gogoyoko.com fyrir skemmstu!

Leave a Reply