Of Monsters and Men gefa út hjá Record Records

Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur skrifað undir útgáfusamning við Record Records um útgáfu á væntanlegri breiðskífu þeirra. Um er að ræða fyrstu plötu Of Monsters and Men en þau fara í hljóðver í lok mars að taka upp undir stjórn Arons Þórs Arnarssonar.

Of Monsters and Men sigruðu Músíktilraunir 2010 og hafa síðan þá verið mjög lífleg og spilað á fjöldan allan af tónleikum. Þau nýttu verðlaun sín frá Músíktilraunum til að taka upp tvö demó í Sundlauginni og settu á kynningardisk fyrir Iceland Airwaves hátíðina síðustu. Eitt af þeim lögum er “Little Talks” og hljómar það hér að neðan.

Of Monsters And Men – Little Talks

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.