Sonic Iceland

Þeir Marcel Kruger og Kai Muller eyddu júnímánuði hér á landi síðasta sumar til að viða að sér efni tengdu íslenskri tónlist. Til stendur að gefa út bók um ævintýrið en fyrst um sinn birtast kaflar og ljósmyndir á heimasíðu sem þeir settu upp í tengslum við verkefnið sem kallast Sonic-Iceland.

Umfjöllunin er portrett af Íslandi og íslenskri samtímatónlist og er skemmtilegur bræðingur af ferðasögu og tónlistartíðindum. Þeir félagar fóru alla leið í verkefninu og t.a.m. segjast þeir hafa tekið viðtöl við 26 hljómsveitir og listamenn, tekið yfir 5000 ljósmyndir, séð um 60 tónleika og innbyrt um 100 lítra af Víking.

Þegar þetta er ritað hafa 4 kaflar þegar birst en mun fleiri eru á leiðinni. Vert er að benda sérstaklega á ljósmyndirnar sem birtast á síðunni og fyrir græjuperverta er nauðsynlegt að taka fram að flestar eru teknar á stafræna Leica M9.

One response to “Sonic Iceland”

  1. […] This post was mentioned on Twitter by Rjóminn, Valthor Asgrimsson. Valthor Asgrimsson said: @soniciceland http://rjominn.is/2011/02/07/sonic-iceland/ […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.