Glæsilegt Geisp!

Chicago sveitin YAWN framreiðir dans, elektróník eða sækadelískt transað popp með afró bítum. Þessi setning er góð ástæða fyrir því að maður á kannski ekki að vera að rembast við að skilgreina músík. Þetta hjálpar þér eiginlega ekki neitt. Það hjálpar hins vegar mjög að tékka á tónlistinni.

Þeir eru líka það svalir að þú þarft ekkert að rembast við að stela músíkinni þeirra því nýja EP platan er í boði alveg ókeypis á síðunni þeirra.

(ZIP skrá með EP plötu YAWN)

Sveitin var stofnuð fyrir um fimm árum þegar strákarnir voru saman í menntaskóla. Þeir hafa verið duglegir að undanförnu og eru á fullu að vinna að stórri plötu sem er væntanleg í vor. Það verður mjög spennandi að heyra hana og hvort þeim tekst að fylgja þessari fínu EP plötu eftir. Þeir hafa verið að túra með Local Natives og eru meðal þátttakenda á South By Southwest hátíðinni sem vonandi gefur þeim frekari byr í seglin.

YAWN – Kind of Guy

YAWN – Kind Of Guy from Druid Beat on Vimeo.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.