Hljómsveitin Kiriyama Family gefur út sitt fyrsta lag

Kiriyama Family er elektró popp kvintett. Nafnið er komið úr japönsku skáldsögunni Battle Royale eftir Kōshun Takami. Sveitin var upprunalega stofnuð árið 2008 en er fyrst núna að koma fram úr æfingarhúsnæðinu. Kiriyama hefur einungis komið tvisvar fram á tónleikum en annars hefur tíminn farið í hugmynda- og þróunarvinnu, á milli þess sem hljómsveitarmeðlimir hafa verið við nám erlendis. Í dag er hljómsveitin komin á fullt skrið með að taka upp demó og semja lög fyrir plötu sem vonandi kemur út seinna á árinu. Stefnt er að því að taka upp myndband við fyrsta útgefna lag sveitarinnar, “Sneaky Boots”, í byrjun febrúar.

Meðlimir hljómsveitarinnar eru: Björn Sigmundur Ólafsson, Guðmundur Geir Jónsson, Jóhann Vignir Vilbergsson, Karl Magnús Bjarnarson og Víðir Björnsson. Hljóðfæraskipan er mjög hreyfanleg enda flestir meðlimirnir multi-instrumentalistar.

Kiriyama Family – Sneaky Boots

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.