Lights on The Highway

Íslenska hljómsveitin Lights on The Highway skríður út úr æfingarhúsnæðinu í kvöld og áætlar að halda tónleika á Café Rósenberg klukkan 21.00. Tónleikar sveitarinnar í kvöld eru þeir fyrstu í þónokkurn tíma en sveitin vinnur nú að sinni þriðju breiðskífu en samkvæmt meðlimum er vinnan öll á fósturstiginu.

Sveitin sendi frá sér nýtt lag á dögunum, lagið Taxi, og hefur það fengið góðar viðtökur á öldum ljósvakans og er hægt að nálgast lagið á Facebook síðu sveitarinnar. Lights on The Highway snúa sér aftur til enskunnar en síðasti stórsmellur sveitarinnar, Leiðin Heim, vakti mikla lukku með aðdáenda og tónlistarunnenda landans á síðasta ári og var sömuleiðis fyrsta smáskífa sveitarinnar á íslensku. Lagið Taxi hrindir sveitinni inn á nýjar brautir en heldur þó í beinagrind sveitarinnar sem byggð er á hugljúfum harmoníum söngvaranna Kristófers Jenssonar og Agnars Eldberg.

Ásamt tónleikunum á Café Rósenberg í kvöld hefur sveitin sömuleiðis áætlað tónleika á Sódóma Reykjavík þann 17.febrúar nk. og í Hofi á Akureyri þann 19.febrúar nk. Virðist andinn vera kominn yfir Lights on The Highway enn á ný og verður spennandi að fylgjast með framvindu mála.

Aðgangseyrir í kvöld eru 1.000 krónur við hurð. Áhugasamir geta einnig nálgast plötuna Amanita Muscaria sem kom út árið 2009 frá sveitinni á gogoyoko.com.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.