Ensími túrar Gæludýr

Íslenska rokksveitin Ensími sendi frá sér sína fjórðu breiðskífu, Gæludýr, á síðasta ári í samstarfi við Record Records og hyggur nú á heljarinnar kynningartúr um landsteinana á komandi vikum.

Ensími hefur lengi þótt ein fremsta sveit rokkgeirans hér á landi en frumburður sveitarinnar, Kafbátamúsík, kveikti vel undir bossunum á Íslendingum sem og erlendur áhugi varð þónokkur.

Nær áratugur er liðinn frá því að Ensími skreið út af höfuðborgarsvæðinu en sveitin hélt sína fyrstu tónleika á landsbyggðinni í rúm 10 ár á Höfn í Hornafirði á fimmtudaginn var. Hyggur sveitin á þá fleiri og eru eftirtaldir staðir næstir á dagskrá:

18.febrúar: Hvíta húsið, Selfossi
19.febrúar:
Sláturhúsið, Egilsstöðum
24.febrúar:
Paddy´s, Keflavík
25.febrúar:
Gamla Kaupfélagið, Akranesi
26.febrúar: Nasa, Reykjavík (Útgáfutónleikar)
25.mars:
Græni Hatturinn, Akureyri
26.mars:
Gamli Baukur, Húsavík
16.apríl:
Sódóma, Reykjavík  (all ages)

Verður þetta að teljast hin fínasta og vel þétta dagskrá hjá drengjunum en miðasala á útgáfutónleika sveitarinnar á NASA hófst á Miði.is þann 9.febrúar sl. Geta landsmenn nú glaðst yfir því að fá þessa stórgóðu hljómsveit í sína heimabyggð og er vægast sagt tími til kominn að Ensími heiðri landann með nærveru sinni.

Plötuna Gæludýr má nálgast hjá vinum okkar á gogoyoko.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.