Arcade Fire með plötu ársins á Grammy’s

Kanadísku góðkunningjar Rjómans í Arcade Fire unnu óvænt verðlaun fyrir plötu ársins á Grammy hátíðinni í gærkvöldi fyrir The Suburbs. Hljómsveitin skaut meðal annars Eminem og Lady Gaga ref fyrir rass en þau þóttu bæði sigurstrangleg í flokknum.

Valið kom flestum á óvart, enda virtust fæstir í salnum vita hvaða hljómsveit var þarna á ferðinni og í kjölfarið fylltist Twitter af skilaboðum frá vonsviknu “tónlistaráhugafólki” sem hafði aldrei heyrt á Arcade Fire minnst. Nokkur skemmtileg tvít hafa verið tekin saman á síðunni whoisarcadefire.tumblr.com; Rosie O’Donnell segist aldrei hafa heyrt um þau, hljómsveitin Fall Out Boy segir að Arcade Fire hefði átt að vinna “stupid name award” í staðinn (öhömm) og sumir virðast reyndar halda að sveitin heiti The Suburbs!

Það voru Barbara Streisand og Kris Kristofferson sem veittu verðlaunin og Streisand sjálfri brá svo mikið að hún gat varla hikstað nafninu upp úr sér. Sjá má Arcade Fire taka við verðlaununum og spila “Ready To Start” hér:

4 responses to “Arcade Fire með plötu ársins á Grammy’s”

 1. Haha þetta er fáránlegt! Fall Out Boy eru svo að gera í brók með þessum ummælum (mögulega versta hljómsveit allra tíma). Arcade Fire er líklega ein af bestu hljómsveitum dagsins í dag og að fólk sé eitthvað að hneyksla sig á þessu er skandall og sýnir bara hversu mikið það er brenglað í hausnum að kunna ekki skil á sorpi og gulli! Fólk er fífl! Kv. Einn bitur 🙂

 2. bio says:

  Þetta kom talsvert á óvart. Sérstaklega af því að Black Keys voru búnir að taka tvenn verðlaun þar sem Arcade Fire fengu tilnefningu. Nýliði ársins þar sem Florence & Machine og Mumford & Sons fengu ekki verðlaunin var líka mjög skrýtið val…

  Það voru ekki allir í ruglinu. Kanye West fór strax á Twitter og fagnaði…

  “#Arcade fire!!!!!!!!!! There is hope!!! I feel like we all won when something like this happens! FUCKING AWESOME!”

  Ánægður með hann…

 3. HildurM says:

  Þetta var reyndar ekki hljómsveitin sjálf (Fall Out Boy) heldur fan-síða sýnist mér. En jú þetta er mjög fyndið…

 4. […] Eins og fram kom á Rjómanum fyrir stuttu gerði kanadíska hljómsveitin, Arcade Fire, sér lítið fyrir og hrifsaði Grammy-verðlaunin til sín fyrir bestu plötu ársins, The Suburbs. […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.