Deerhunter til Íslands?

Nýbylgjufrömuðurinn og neytendapönkarinn Doktor Gunni skýrði frá því á heimasíðu sinni í gær að bandaríska indírokksveitin Deerhunter væri á leið til Íslands. Samkvæmt heimildum Doktorsins mun sveitin spila á nýrri tónlistarhátið, Reykjavík Music Mess, sem haldin verður helgina fyrir páska, þ.e. 16-17.apríl.  Sin Fang Bous, Reykjavík!, Prins Póló, Mugison og fleiri munu einnig koma fram.

Deerhunter eru komnir vel á leið með að toppa virðingastiga indí-heimsins með hverri snilldarplötunni á eftir annarri. Söngvari sveitarinnar Bradford Cox (e.þ.s. Atlas Sound) hefur með undarlegri framkomu, tónlistarnördaskap og endalausri atorku  náð að vera nánast alltaf í fréttunum hjá Pitchfork og svipuðum indímiðlum. Sveitin vakti fyrst athygli með skífunni Cryptograms árið 2007 en ári seinna kom út hin tvöfalda Microcastle/Weird Era Cont. sem innihélt m.a. einn sterkasta indíslagara áratugarins: ,,Nothing Ever Happened”.  Sú nýjasta, Halcyon Digest, komst svo inn á lista Rjómans yfir bestu plötur ársins 2010, og sagði í umsögninni

,,Það er erfitt að hrífast ekki með Bradford Cox og félögum í Deerhunter þegar þeir telja inn í sitt draumkennda súrkáls-indírokk. Tónlistin á Halcyon Digest rennur áreynslulaust í gegn, með sínum heillandi hljóðheim, og lagasmíðarnar vinna mann óhjákvæmilega yfir á sitt band.”

Deerhunter – Nothing Ever Happened

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Deerhunter – Helicopter

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Svo eru hérna heilir tónleikar með sveitinni frá Noise Pop hátíðinni árið 2009

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.