• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Fimmtíu plötur á eiturlyfjum

Einhver mælti þau fleygu orð eitt sinn, að tónlistarmenn á eiturlyjum væru eins og íþróttamenn á sterum. Hvort sú skoðun stenst læt ég liggja á milli hluta en geri mér fyllilega grein fyrir því að ýmislegt sniðugt hefur nú verið brasað á dópi.

En hverju sem því líður, þá tók breska tónritið NME nýverið saman lista yfir 50 dópuðustu plötur sögunnar. Þarna er að finna gallsúr og dópkeyrð ferðalög á borð við Piper at the Gates of Dawn með Pink Floyd, White Light/White Heat með Velvet Underground, Loveless með My Bloody Valentine, Junk Yard með Cave og félögum í The Birthday Party, og fleira og fleira. Listan getið þið skoðað í heild hér.

Að sjálfsögðu er listinn ekki tæmandi og eru raunar fjöldinn allur af titlum sem ég sakna þarna inni. Í fljótu bragði dettur mér í hug plötur eins og Live/Dead með Grateful Dead, Sgt. Pepper’s með Bítlunum, Closer með Joy Division, Boces með Mercury Rev, Druqks með Aphex TwinMerriweather Post Pavilion með Animal Collective.

En hvað segja lesendur – hver er dópaðasta plata sögunnar?

4 Athugasemdir

 1. Árni · 14/02/2011

  Það er gjörsamlega fráleitt að Fat of the land með Prodigy sé ekki á þessm lista!

 2. olgeirp · 14/02/2011

  Delirium Cordia – Fantomas

  Annað hvort of mikið af eiturlyfjum eða einhver svakalegasta niðurtúr sögunnar..

 3. arnividar · 15/02/2011

  Gaman ad sjá Bardo Pond á thessum lista. Annars hafa Animal Collective dregid mjög mikid úr eiturlyfjanotkun thannig ad MPP er líklega “minnst dópadasta” platan theirra.

 4. Guðmundur Vestmann · 16/02/2011

  @arnividar:
  Ég er alveg hjartanlega sammála þér með að MPP sé minnst dópaða plata Animal Collective. En hinsvegar er hún fyrsta plata þeirra stórkostalega bands sem nær athygli “almennings” á Íslandi og því nefndi ég hana hér. Það er fátt sem toppar Spirit They’re Gone… og Danse Manatee þegar kemur að góðu trippi! 😉

Leave a Reply