• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Ham á Nasa

  • Birt: 14/02/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Forsala er hafin á midi.is á tónleika Ham sem haldnir verða á Nasa föstudaginn 25. febrúar nk. Þar mun sveitin koma fram með sérstökum gestum – sem er ekki hljómsveit – heldur sérstakir gestir sem verða kynntir til leiks þegar nær dregur. Miðaverði er stillt í talsvert hóf eða 2.000 kr. í forsölu sem er ódýrara að en við hurð hvar miðinn kostar 2.500 kr. ef ekki verður uppselt löngu áður.

Ham þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en sveitin hóf feril sinn árið 1988. Sveitin málaði bæinn rauðan með tónleikahaldi og krafti næstu ár, það eru ugglaust margir sem ósjálfrátt fara að hreyfa höfuðið í taktfastri sveiflu þegar þeir rifja um tónleika í Norðurkjallara MH eða á Duus húsi.

Stuttskífan Hold kom út árið 1988 og er hún fyrir marga hluti merkileg. Þar má finna lög eins og: “Hold”, “Svín”, “Auður Sif”, “Transylvanía” og “Trúboðssleikjari” en Hrafn Gunnlaugsson, sem þekktur er fyrir annað en tepruskap, bannaði sýningu myndbandsins í Ríkissjónvarpinu vegna ofbeldis. Buffalo Virgin kom út ári síðar og var stefnt á heimsfrægð. Þrátt fyrir hæfileika, frábært efni og síðast en ekki síst frábæra sviðsframkomu varð ekkert úr heimsfrægð Ham.

Aðrar plötur Ham eru Saga Rokksins 1988 til 1993, Dauður Hestur og tónleikaplöturnar: Ham lengi lifi, CBGB‘s 7. ágúst 1993 og Skert flog.

Hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sl. haust þar sem hún þótti fara á kostum og flutti m.a. 6 ný lög.

Ham – Transylvania

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply