Útgáfutónleikar Agent Fresco

Miðar rjúka út á útgáfutónleika íslensku hljómsveitarinnar Agent Fresco í Austurbæ þann 17.febrúar nk. (fimmtudag).
Forsala miða fer fram á miði.is um þessar mundir en óseldir miðar telja nú vart fingur beggja handa og virðist spennan vera mikil.
Arnór Dan
, söngvari sveitarinnar, lýsti yfir gríðarlegum undirbúning innan sveitarinnar og þar í kring vegna tónleikanna og hyggst sveitin tjalda öllu til og þiggur meðal annars gríðarlega aðstoð hljóðfæraleikara og vina við flutning laga plötu sinnar, A Long Time Listening, sem út kom seint á síðasta ári. Arnór ræddi við Andreu Jónsdóttur í Popppressunni í kvöld og saman renndu þau yfir lög plötunnar, sögu sveitarinnar og tilurð hinna og þessa laga. Arnór sagðist verulega spenntur fyrir komandi tónleikum en einna helst var rætt um tónsmíðar gítarleikarans Þórarins Guðnasonar innan herbúða sveitarinnar. Þau Arnór og Andrea supu te og kjömsuðu á kleinum og bauðst Andrea loks að skutla söngvaranum farsæla á æfingu eftir viðtalið en farsími Arnórs þagði vart í andartak á meðan á viðtalinu stóð.

Útgáfutónleikar Agent Fresco hefjast klukkan 21.00 og sér Haukur úr Dikta um að bjóða fólk velkomið. Miðaverði er stillt í hóf í forsölu og kostar miðinn 2000 krónur við hurð (ef einhverjir slíkir verða til eftir forsölu).
Agent Fresco hyggst flytja plötuna A Long Time Listening í heild sinni og eins og kom fram hér að ofan, hyggur sveitin á stærstu og flottustu tónleika sína hingað til.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.