Eistnaflug 2011

Aðstandendur rokkhátíðarinnar Eistnaflug 2011 hafa nú tilkynnt um forsölu miða á heimasíðu sinni Eistnaflug.is. Hátíðin fer fram á Neskaupsstað dagana 7. – 9.júlí nk.

Miðaverð í forsölu eru 9.000 krónur en eftirtaldar hljómsveitir hafa boðað komu sína á hátíðina 2011:

 • Agent Fresco
 • Alice in Chains (Tribute)
 • Ask The Slave
 • Atrum
 • Beneath
 • Benny Crespo´s Gang
 • Black Earth
 • Carpe Noctem
 • Celestine
 • Chao
 • Dánarbeð
 • Dimma
 • Dr.Spock
 • Eiríkur Hauksson
 • Elín Helena
 • Gone Postal
 • HAM
 • Hamferð
 • Innvortis
 • Mammút
 • Manslaughter
 • Momentum
 • Muck
 • Offerings
 • Plastic Gods
 • S.H. Draumur
 • Sakmóðigur
 • Secrets of The Moon
 • Skálmöld
 • Sólstafir
 • The Monolith Deathcult
 • Trassar
 • Triptykon
 • Witches

Það sem kitlar þó einna helst við þessa uppröðun sveita á heimasíðu hátíðarinnar er endurkoma hinnar stórkostlegu Brain Police. Eins og flestum er kunnugt sendi hljómsveitin frá sér tilkynningu hér um árið að hún væri hætt til óráðins tíma en nú geta aðdáendur bakaranna og rokkhundanna í Brain Police tekið gleði sína á ný og tekið stefnuna á Neskaupsstað þann 7.júlí nk. Virðist listinn þó ótæmandi af áhugaverðum hljómsveitum og dregur nærvera þessara sveita alla aldurshópa austur í sumar.

Rjóminn hvetur lesendur sína til að fylgjast grannt með gangi mála en Eistnaflug er orðin ein vinsælasta rokkhátíð landans og er um að gera að halda þroska og þróun hennar áfram til lengri tíma.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.