Rökkurró, For a Minor Reflection, Útidúr og Lockerbie á Sódóma í kvöld

Í kvöld munu hljómsveitirnar Rökkurró, For a Minor Reflection, Útidúr og Lockerbie leiða saman hesta sína og leika á tónleikum á Sódóma Reykjavík. DJ Óli Dóri sér um að hita upp mannskapinn og halda á honum hita eftir að sveitirnar hafa lokið sér af. Hefst ballið klukkan 22:00 og kostar litlar 1000 kr. inn.

Meðfylgjandi er nýtt lag frá For a Minor Reflection sem þeir gerðu fyrir góðgerðarsamtökin WellDone.org núna á dögunum auk lagsins “Sjónarspil” af plötu Rökkurróar Í Annan Heim sem kom út á síðasta ári hér heima en var að koma út í Japan fyrir nokkrum dögum á vegum plötufyrirtækisins Rallye sem gefur út m.a Whitest Boy Alive, Au Revore Simone, The New Wine og marga fleiri.

Rökkurró – Sjónarspil

For a Minor Reflection fyrir Welldone.org

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.