• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Útgáfutónleikar Endless Dark

Endless Dark ættu flestir að kannast við úr rokksenu landans þessi misseri en þessa unga sveit fór sem fulltrúi Íslands í Global Battle of The Bands hér um árið og hlaut þar 2.sæti. Hljómsveitin hefur unnið að EP plötu á öðru hundraðinu síðan þá en í millitíðinni hefur hún verið iðin við tónleikhald bæði hér heima og erlendis.
Sveitin lék ásamt nokkrum íslenskum sveitum á Eurosonic hátíðinni í Hollandi í ár og þótti skila sínu og meira en það. Sömuleiðis átti sveitin góðu gengi að fagna á Sonisphere rokkhátíðinni í fyrra.

Endless Dark áætlar að halda útgáfutónleika sína í tilefni EP plötu sinnar, Made of Glass, á Sódóma annað kvöld (19.febrúar) en tónleikarnir eru liður af svokölluðum Tvípunkti Rásar 2. Hljómsveitin kemur fram ásamt Helga Val klukkan 16.00 og eru tónleikarnir opnir öllum aldurshópum en kirkjuklukkan glymur síðar um kvöldið eða klukkan 22.00 þegar sveitin hyggst koma fram ásamt Blazroca og Helga Val.
Tvípunktar Rásar 2 eru áætlaðir einn laugardag í hverjum mánuði en næstir í röðinni eru Agent Fresco þann 19.mars nk.

Rjóminn hvetur rokkara sem rappara að líta við á Sódóma Reykjavík annað kvöld og athuga málið.

Leave a Reply