Rafmagnslaust á Norðurpólnum!

Rjóminn hefur hlerað að verið sé að hleypa af stokkunum nýrri tónleikaröð í byrjun mars á Norðurpólnum sem hingað til hefur helst verið þekktur sem sviðlistamiðstöð. Hugmyndin er að stefna saman tveimur ólíkum hljómsveitum á einu kvöldi og nota eins lítið rafmagn og kostur er við flutninginn. Böndin koma fram í sitthvoru lagi og auk þess er ætlunin að þau vinni saman í einhverri mynd, t.d. í formi myndbands, lags, gjörnings eða jafnvel myndlistar. Tónleikarnir verða fyrsta fimmtudag hvers mánaðar fram á haustið og verða þeir fyrstu haldnir 3. mars.

Á meðal hljómsveita sem hafa staðfest þátttöku sína eru Orphic Oxtra, Valdimar, Of Monsters and Men, Mugison og Stórsveit Reykjavíkur með Samúel J. Samúelsson í broddi fylkingar.

Rjóminn heldur áfram að hlera og mun flytja frekari fregnir af þessum spennandi viðburði!

Mugison – Haglél

Orphic Oxtra – Ekki núna

Valdimar – Næturrölt

Of Monsters and Men – Little talks

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.