• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Fleiri sveitir staðfesta komu sína á Airwaves

  • Birt: 23/02/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Það stefnir allt í gómsætustu og ljúffengustu Airwaves hátíð sem sögur fara af. Í dag staðfestu fleiri listamenn komu sína á næstu hátíð, sem fram fer 12 -16 október, og eru þeir ekki af verri endanum.

Frá bandaríkjunum kemur John Grant, sem Rjóminn fjallaði um nýlega, en plata hans Queen of Denmark féll heldur betur í kramið hjá gagnrýnendum í fyrra.

John Grant – I wanna go to mars

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Frá Svíþjóð kema goðsagnakenndu sækadelíku rokkararnir í Dungen og getum við lofað að íslenskir tónlistaráhugamenn verða ekki fyrir vonbrigðum með þá mögnuðu hljómsveit.

Dungen – Du E For Fin For Mig

Frá danmörku kemur sólskins sækadelíkubandið Treefight For Sunlight en Rjóminn fjallaði einmitt um þá ágætu sveit ekki fyrir löngu.

Treefight for Sunlight – What Became of You and I

Að auki hafa Svissneska undrið OY og finnsku raffrændur vorir Zebra and Snake staðfest nærveru sína og upptroðning á hátíðinni.

Af íslenskum listamönnum er það að frétta að bæði Sin Fang og Agent Fresco munu stíga á stokk en áður höfðu sveitir eins og Who Knew, Of Monsters and Men og Endless Dark staðfest komu sína.

Sin Fang – Always Everything

Leave a Reply