• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins flytja Carmina Burana

  • Birt: 23/02/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 1

Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins munu halda tónleika í Langholtskirkju dagana 5., 6. og 7. mars næstkomandi. Þessi flotti hópur ungmenna mun flytja hið víðfræga verk Carl Orffs, Carmina Burana undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar.

Einsöngvarar verða, Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran, Pétur Úlfarsson drengsópran, Hlöðver Sigurðsson tenór og Jón Svavar Jósefsson barítónn, einleikari á fiðlu verður Gunnhildur Daðadóttir.

Það kannast eflaust markir við upphafstóna Carmina Burana en við erum að tala um eitthvað magnaðasta gæsahúðarvaldandi verk sem samið hefur verið. Rjóminn hvetur sem flesta til að kíkja við í Langholtskirkju og hlusta á alvöru rokk!

Carl Orff – O Fortuna (úr Carmina Burana)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

1 Athugasemd

  1. Hugrún Fjóla Hafsteinsdóttir · 28/02/2011

    Þess má geta að miðasala er í fullum gangi og nálgast má miða í netfangið: kor@hi.is og í síma 823-7888

Leave a Reply