Hitt og þetta nýlegt

Ég var eitthvað að velta fyrir mér um daginn hvað hefði orðið um hið stórskemmtilega band I’m from Barcelona, en þessi stórsveit (27 manns núna) náði mér gersamlega á sitt vald með fyrstu plötu sinni, Let me introduce my friends, árið 2006. Hæst bar þar bráðsmellið lag sem heitir “We’re from Barcelona” sem er svo frábært að ég gerði það að hringitón í símanum mínum, og núna þoli ég ekki að hlusta á það þar sem mér finnst alltaf að það sé verið að hringja í mig.

Hljómsveitin, sem er nota bene frá Svíþjóð en ekki Spáni, gefur út sína þriðju plötu í apríl og mun hún heita Forever, Today. Hér er forsmekkur að því sem koma skal, grípandi sænskt sólskinspopp sem minnir mig meira en lítið á íslandsvinina í Junior Senior. 

Ég minntist um daginn á ágæta hljómsveit frá Chile sem heitir Dënver. Það er allt á uppleið hjá þessu ágæta fólki og reyndar virðist popptónlist frá Chile eiga vel upp á pallborðið hjá tónlistarunnendum þessa dagana. Nýlega kom út safnplata með spænskumælandi böndum á vegum veftímarits sem heitir Plástica (held ég, skil ekki spænsku), og þar er meðal annars nýtt lag frá Dënver sem heitir “De Explosiones y Delitos“.

Safnskífan heitir “Plásticos y Etéreos 2011 Vol​.​1” og má hlýða á alla skífuna á þessum link og ýmislegt annað  spennandi má finna þarna. Myndband við lagið er hér, og fyrir þá sem halda illa athygli við myndbandaáhorf má benda á að dinglumdangl og bossar koma eilítið við sögu, og þetta fer ekki óklippt í MTV frekar en önnur myndbönd þeirra.

Ringo Deathstarr er eitt af mínum uppáhaldsböndum, þótt ekki væri nema bara fyrir nafnið. En þau standa reyndar fyllilega fyrir sínu að öðru leyti líka, þótt þetta nýjasta lag sé ekki að fá alveg 10 stig hjá þessum shoegaze aðdáanda. Þau voru að gefa út fyrstu breiðskífu sína núna nýverið, Colour Trip, og hérna er lag af henni:

Nú og krakkarnir í The Pains of Being Pure at Heart eru alveg að fara að unga út nýrri plötu sem á að heita Belong og mun koma út 29 mars næstkomandi. Helst í fréttum varðandi þessa plötu ku vera að hún er pródúseruð af Mark nokkrum Ellis sem gengur einnig undir heitinu Flood. Nú var ég ekki nógu mikill spekúlant til að kveikja á ljósaperum við þessar fréttir, en hann mun hafa með-pródúserað allar bestu plötu Nick Cave, og einnig skífur með Depeche Mode, Charlatans, U2, Nine Inch Nails og Smashing Pumpkins, en mörgum þykir einmitt fyrstu singullinn af þessari nýju skífu Pains minna um margt á Graskerin. Jú og svo hljóðritaði þessi gaur plötuna Með suð í eyrum við spilum endalaust með þekkri íslenskri dægurlagahljómsveit. Hérna er titillagið af væntanlegri plötu Pains, “Belong”:

Ta ta …

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.