Wacken Metal Battle 2011

Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle verður haldin á Sódóma Reykjavík laugardaginn 5. mars. 6 hljómsveitir berjast um heiðurinn af því að komast út til að spila á Wacken Open Air í Þýskalandi og taka þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle þar. Til mikils er að vinna, því sigurhljómsveitin fær plötusamning, heilan haug af hljóðfærum og græjum og verður bókuð til að koma fram ári síðar á hátíðinni sem eitt af númerum hennar.

Sigurhljómsveitin í undankeppninni er valin af dómnefnd, skipuð bæði innlendum sem erlendum aðilum, þar á meðal ritstjóra Metal Hammer í Bretlandi.

Sveitirnar sem munu bítast um hnossið í ár eru svo sannarlega með því besta sem landið hefur upp á að bjóða í þungu rokki:

Angist : www.myspace.com/angisttheband
Atrum : – www.myspace.com/atrumiceland
Gruesome Glory : – www.myspace.com/gonepostalmetal
Ophidian I : www.myspace.com/gruesomeglory
Gone Postal : www.myspace.com/ophidian
Carpe Nortem : www.myspace.com/carpenoctemiceland

Að auki koma fram gestasveitirnar Skálmöld, sem þegar hefur verið valin til að spila á Wacken, Wistaria, sigurvegarar íslensku Wacken Metal Battle keppninnar í fyrra, og Moldun.

Miðasalan er hafin á Miði.is og er miðaverð aðeins 1.000 kr.

3 responses to “Wacken Metal Battle 2011”

  1. AronF says:

    Eins og þið sjáið bersýnilega þá eru myspacelinkarnir í rugli Hjá Ohidian I , Gruesome Glory og Gone Postal.

  2. Þetta eru tenglarnir sem við fengum með fréttatilkynningunni. Áttu réttar slóðir?

  3. AronF says:

    Slóðirnar eru allar réttar bara ekki á réttum stað.

    t.d http://www.myspace.com/gonepostalmetal er ekki heimasíða Gruesome Glory og svo framvegis … 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.