The Prids

The Prids er band frá Portland í Oregon sem fyrst greip hlustir mínar þegar datt niður á myndband við lagið “Break” og var undir eins minntur á ágæta íslenska sveit sem heitir Botnleðja. Það er ekki leiðum að líkjast, þótt líkindin nái reyndar ekki ýkja langt og þeim er alla jafna líkt við The Cure og/eða My Bloody Valentine. En hérna er lagið sem minnti mig á Botnleðju, og látum reyna á það hvort einhver líkindi heyrast:

Sveitin var stofnuð árið 1995 í Missouri af hjónakornunum David Frederickson og  Mistina la Fave. Þau fluttu sig síðar um set til Portland og hafa síðan skilið að borði og sæng en spila enn saman í hljómsveitinni. Þriðja plata þeirra kom út í fyrra og bar nafnið Chronosynclastic, og þar er á ferðinni eðal shoegaze plata sem óhætt er að mæla með. 

Árið 2008 lentu þau í hræðilegu bílslysi á leið frá San Fransisco til Los Angeles, og slösuðust þau öll nokkuð mikið utan að missa öll hljóðfæri og græjur. Vinir þeirra og aðdáendur rökuðu saman jafnvirði 16.000 dollara til að hjálpa til við sjúkrakostnað og græjukaup, og meðal annars var gefin út tribute plata þar sem t.d. A Place to Bury Strangers tóku lög þeirra upp á arma sína til að safna pening.

Hérna er svo glænýtt bullandi kraumandi sizzlandi myndband við annað lag af Chronosynclastic:

The Prids á Facebook | Opinber síða sveitarinnar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.