Reykjavík Music Mess: Ný tónlistarhátíð

Reykjavík Music Mess er ný tónlistarhátíð stofnuð af útgáfufélaginu Kimi Records. Tilgangur hennar er að fá til landsins áhrifamiklar og þekktar jaðarhljómsveitir til að bæta og efla íslenskt tónlistarlíf með jákvæðum og uppibyggilegum utanaðkomandi áhrifum. Hátíðin verður haldin í fyrsta sinn dagana 16. og 17. apríl næstkomandi og tónleikar verða á Nasa og í Norræna húsinu. Aðalgestir hátíðarinnar í þetta sinn er bandaríska rokksveitin Deerhunter frá Atlanta í Georgíufylki Bandaríkjanna. Hljómsveitina þarf vart að kynna fyrir tónlistaráhugafólki en hún hefur fengið gríðarmikla umfjöllun síðustu mánuði fyrir síðustu breiðskífu sína, Halcyon Digest. Platan hlaut undantekningalaust frábæra dóma og skoraði víðast hvar hátt á árslistum poppskríbenta. Auk Deerhunter koma fram þrjár aðrar erlendar hljómsveitir á hátíðinni. Nive Nielsen & Deer Children kemur frá Grænlandi, Lower Dens kemur frá Baltimore í Maryland fylki Bandaríkjanna og svo hinn finnski Tomutonttu.

Aðstandendur hátíðarinnar leggja einnig mikla áherslu á að bjóða upp á það sem þeim þykir hvað mest spennandi í íslensku tónlistarlífi og því mun koma fram á annan tug íslenskra hljómsveita. Má þar helst nefna Sin Fang sem um þessar mundir er að kynna væntanlega breiðskífu sína, Summer Echoes en hún kemur út 4. mars. Vestfirski tónlistamaðurinn og tónleikahaldarinn Mugison mun einnig leika á hátíðinni, en hann leggur nú lokahönd á nýja plötu og geta tónleikagestir því átt von á að heyra nýtt efni frá honum. Fleiri hljómsveitir eiga eftir að bætast í hópinn og verða þær kynntar síðar.

Miðasala á hátíðina mun hefjast 4. mars á heimasíðu hátíðarinnar, www.reykjavikmusicmess.com. Einungis verður hægt að kaupa miða á alla hátíðina í einu og verður miðaverð á sérstöku “early bird” verði fyrstu vikuna, 6.990 kr.

Deerhunter – Memory Boy

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Mugison – I Want You

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.