Sin Fang gefur út Summer Echoes

Tónlistarmaðurinn Sindri Már Sigfússon gefur út sína aðra breiðskífu undir listamannanafninu Sin Fang föstudaginn fjórða mars. Platan nefnist Summer Echoes og inniheldur 12 freyðandi poppslagara sem bera höfundi fagurt vitni. Nú þegar hafa birst umsagnir í erlendum blöðum gæði plöturnar og sagði meðal annars í New York Times:

“I’m canceling that dinner-and-a-movie tonight so I can listen to this 17 times. How did I sleep on this for so long? How does a band like Fleet Foxes get on SNL and a band like this not even get to do a TV on the Radio remix? (The lack of facial hair maybe)” Andrew Kuo, New York Times

Ásamt því að reka Sin Fang er Sindri einnig meðlimur hljómsveitarinnar Seabear sem hefur gefið út tvær stórar plötur, nú síðast We built a fire á síðasta ári. Árið 2008 leit svo fyrst dagsins ljós sólóverkefni hans, Sin Fang Bous, en hann segir það hafa orðið til í æfingarhúsnæði Seabear á meðan hann beið eftir félögum sínum til æfinga. Sama ár kom út fyrsta platan, Clangour. Fékk hún lofsamlega dóma víðast hvar í heiminum.

Summer Echoes kemur út hjá Kimi Records á Íslandi og Morr Music á öðrum markaðssvæðum en Sindri hefur unnið náið með báðum útgáfum með allt sitt efni. Platan inniheldur 12 lög eins og fyrr segir og honum til halds og trausts eru m.a. hljóðfæraleikarnir Róbert Reynisson, Arnljótur Sigurðsson og Magnús Tryggvason Eliassen en einnig syngja þær Sóley Stefánsdóttir og systurnar Sigurrós Elín, Lilja og Ingibjörg Birgisdætur í nokkrum lögum.

Sú síðastnefnda, myndlistarkonan Ingibjörg Birgisdóttir hannaði umslagið ásamt Sindra en báðar plötur Sin fang hafa einmitt verið mikið konfekt jafnt til eyrna og augna. Sin Fang hyggur á töluvert tónleikahald í kjölfar plötunnar og stendur nú yfir skipulagning tónleikaferðar um Evrópu og svo mun hann koma fram á tónlistarhátíðinni Reykjavík Music Mess í apríl.

Sin Fang – Always Everything

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.