Eldberg

Doktor Íslands í poppfræðum, sjálfur Gunnar Lárus, sagði nýlega frá því á bloggi sínu að fram væri komin afar efnileg íslensk proggrokk-hljómsveit sem kallar sig Eldberg. Er sveitin sú víst nýbúin að taka upp sína fyrstu plötu og er stefnt á að hún komi út á næstu mánuðum. Fjórir Borgarfirðingar skipa bandið en það eru þeir Heimir Klemenzson á hljómborð, Jakob Grétar Sigurðsson trommari, Ásmundur Sigurðsson á bassa og Reynir Hauksson á gítar. Söngvarinn er Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson sem einhverjir muna eflaust eftir sem sigurvegarann úr Bandinu hans Bubba. Hér er á ferð úrvals hipparokk sem minnir, eins og Doktorinn góði benti réttilega á, á hina fornfrægu sveithljómsveit Mána.

Eldberg á Facebook

Eldberg – Enginn friður

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.