Miðasala á Reykjavík Music Mess hefst í dag

Miðasala á Reykjavík Music Mess hófst í dag kl. 12:00. Miðasalan fer fram á vef hátíðarinnar, www.reykjavikmusicmess.com. Hátíðin sem hefur fengið verulega jákvæð viðbrögð frá því hún var kynnt á dögunum, fer fram 16. & 17. apríl í miðborg Reykjavíkur og verða tónleikar haldnir á Nasa v/ Austurvöll og í Norræna húsinu.

Meðal þeirra listamanna sem koma fram eru bandaríska rokksveitin Deerhunter, Mugison, Skakkamanage, Borko, Sin fang og Kippi Kanínus. Í heild verða á þriðja tug hljómsveita sem koma fram á hátíðinni þar af fjórar erlendar. Miðaverð er aðeins 6.990 á sérstöku kynningarverði fyrstu vikuna en skipuleggjendur hafa lagt allt kapp á að halda kostnaði niðri og tryggja um leið að íslenskir tónlistarunnendur hafi ráð á að sækja Reykjavík Music Mess og þá tæplega 40 tónleika sem í boði verða á viðráðanlegu verði.

Verðið gildir í um viku og mun þá hækka í 7.990 kr. Miðasalan hefst sem fyrr segir á hádegi, föstudaginn 04. mars.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.