Fist Fokkers gefa út Emilio Estavez

Loksins, loksins hefur frumburður drullupönkdúettsins Fist Fokkers litið ljós. Barnið var skýrt í höfuðið á eðalleikaranum og Mighty Ducks stjörnunni  Emilio Estevez, sem hefur lítið verið í sviðsljósinu undanfarið (ólíkt bróður sínum Charlie Sheen).

EP-platan inniheldur 8 lög: gamalkunna slagara á borð við “Hysteria” og “Energy”, en einnig brakandi ferska tóna. Hljómurinn er hrár og nær vel að fanga skítugan kraftinn af tónleikum sveitarinnar.

Fist Fokkers hafa ekki verið mjög virkir við tónleikahald undanfarið, enda eru meðlimirnir einstaklega uppteknir menn sem hafa m.a. spilað með gæðaböndunum Swords of Chaos, Útidúr, Klikk og Lalli & the Luv Triangle. Þeir hafa líka lofað undirrituðum tónleikum í lok mars, um leið og Úlfur söngvari kemur heim úr tónleikaferð með fyrstnefndu sveitinni.

Emilio Estevez kemur út hjá Brak útgáfunni, og er fáanleg stafrænt á bæði bandcamp og gogoyoko.

One response to “Fist Fokkers gefa út Emilio Estavez”

  1. […] EP plata tveggjamanna rokkbandsins Fist Fokkers, sem ber nafnið EMILIO ESTAVEZ,  kom út ekki alls fyrir löngu hjá jaðarútgáfufyrirtækinu Brak Records. Í tilefni þess munu Fist Fokkers skella í […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.