Músiktilraunir : Virtual Times

Rjóminn hefur í dag umfjöllun sína um þær hljómsveitir sem keppa munu á Músiktilraunum í ár en það er Reykjavíkursveitin Virtual Times sem ríður á vaðið.

Virtual Times kom fyrst saman um sumarið 2009. Sveitin samanstendur af fjórum strákum af höfuðborgarsvæðinu, á aldrinu 17-22 ára og leikur blöndu jazz/fusion/funk. Virtual times hefur komið fram á nokkrum tónleikum, m.a. Unglistar hátíðinni og svo sigraði sveitin vorið 2010 í hljómsveitarkeppninni Nótan sem haldin er í Hafnarfirði .

Meðlimir sveitarinnar eru þeir Kári Árnason (Bassi), Aron Ingi Ingvason (Trommur), Tómas Jónsson (Hljómborð) og Rögnvaldur Borgþórsson (Gítar).

Virtual Times – Róbot

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.